Yfirvöldin ( börnin )illa dönsk á annarri hverri þúfu....

Blessuð börnin okkar eru eins og yfirvöldin í þessum texta, blanda saman íslensku og dönsku og af því að málin eru í rauninni svo lík verður það oft svo fyndið. Við hlægjum ekki að þeim eða leiðréttum þau mikið því þá missa þau sjálfstaustið við að tala íslensku og sleppa því sem þau langar til að  segja. En áðan gat ég ekki gert að því að  hlægja að Jakobi og er sagan birt með góðfúslegu leyfi hans þar sem hann sá spaugilegu hliðina sjálfur.

Ég sit hér við tölvuna og Jakob ætlar aðeins að skjótast til vinar síns. Það er nú aldrei nein lognmolla í kring um hann blessaðan, svo ég kippti mér ekkert upp við að heyra þennan svaka skell í hurðinni og óhljóð á eftir. Svo kemur hann heim og segir mér hvað hafi gerst. Þegar hann var að loka hurðinni rak hann annan fótinn í þröskuldinn og datt fram fyrir sig og einhvern vegin lenti svo með bakið á póstkassanum, sem er dálítið skrýtið því póstkassinn er fyrir aftan . En Jakobi tekst ýmislegt sem öðrum tekst ekki. Hvað um það hér kemur sagan eins og hann sagði hana : Mamma heyrðirðu þegar ég var að fara út ? Ég rak einn fótinn í og datt svona forover og datt svo beint inn í póstkassann. Ógeðslega vont- er ég ekki alveg með merki á bakinu ? Ég á alveg erfitt með að stræk ryggen og svona...  Ég gat ekki að því gert að skellihlægja að til hugsununinni um Jakob inni í póstkassanum. Jæja best að fara ná honum út.....


Æ, æ snjóaði á ykkur um daginn....

Komiði sæl. Þættinum hefur borist bréf. Ég get ekki setið á mér að tala um veðrið hérna. Í dag fór hitinn upp í 27 stig og spáir jafnvel meiri hita á morgun. Það sem "bjargaði" manni í dag var að sólin skein ekki mikið, að mestu leyti skýjað, annars hefði maður lítið getað gert annað en að dæsa. En við erum búin að pakka sængum niður og sofum bara í kuski og með sængurver því annað er ekki hægt. Núna er klukkan rúmlega 23 og ég er alveg eins og Halldór Ásgrímsson, þ.e.a.s bólgin á höndum og fótum af bjúg, en þannig verð ég í hita. Já, það eru líklega ekki allir sem hafa heyrt söguna af því og læt ég hana flakka. Fyrst skal taka fram að fyrir mörgum árum heyrði ég viðtal við Halldór þar sem hann sagði frá því að hann fengi alltaf svo mikinn bjúg á ferðalögum og þessar upplýsingar ruku beint inn á langtímaminnið hjá mér. Svo var það hérna í september að við Óli minn brugðum okkur í kærustuferð til Hamborgar. Við fórum út að borða og fengum góðan mat og enn betra vín. Ég var nýbúin að kaupa mér æðisleg leðurstígvél og í staðin fyrir að nota höfuðið og fara út í sandölum í hitanum notaði ég "hjartað" og fór í nýju stígvélunum utan yfir gallabuxur. Voða flott, en dæmt bjúgtilfelli á háu stigi. (Beauty is pain) Þegar við komum heim á hótel valt ég eins og uppblásinn gúmmíhanski inn á herbergið og upp í rúm. Stígvélin voru gjörsamlega föst á fótunum á mér og þurfti ég að fá Óla til að hjálpa mér úr þeim. Þetta hefði alveg geta orðið rómantískt þ.e.a.s við tvö á hóteli í Hamborg og Óli að draga af mér stígvéli, ef að ég hefði ekki sagt :" Ohh, mér líður eins og ég sé Halldór Ásgrímsson". Óli hrapaði harkalega niður úr rómantíkinni, horfði á mig og sagði " ÞETTA VAR SEXÝ!" Svo burstaði hann tennurnar og fór að sofa. Nú orðið veit hann bara að við ákveðið hitastig og eftir mat og vín er ég Halldór.

En veðrið er sumsé frábært og var það líka daginn Ágústa mín fór héðan. Óli skellti í skúffuköku og   haldiði að Júlli hafi ekki bara hent í eina líka og komu þau með hingað. Kvöldið áður borðuðum við saman stórfjölskyldan, lékum gestaþraut með kústskaft og spiluðum Pictionary, stelpur á móti strákum. Að sjálfsögðu unnu stúlkurnar hvort tveggja. Allt mjög gaman. Læt nokkrar myndir fylgja með. Svo er best að koma sér í vota bólið.        

P5270104                       P5270126                                                         P5270106 P5270117

 

 

 P5270084

  

 

 

 

 

 P5270093P5270124


26. maí: Frederik okkar fertugur, Finnbogi kom og við fórum í afmæli.

Í dag er krónprinsinn okkar dana fertugur og að sjálfsögðu bauð hann okkur. Við vorum mjög spenntar því það er nú ekki svo oft sem við hittum hann, enda upptekinn maður. Hef bara ekki hitt hann síðan í afmælinu hans Ólafs frænda okkar Elíassonar. Við dressuðum okkur upp í okkar fínasta H&M púss og settum á okkur glimmer og gloss. Finnbogi Dagur kom kvöldið áður til Ólínu svo hann var með í för. Hann var reyndar bara með glimmer. Veislan var haldin á ítölsku veitingahúsi við Ráðhústorgið þar sem boðið var upp á pitsur, lasagne og pasta. Við fengum að sitja saman að okkar ósk og sátum á næsta borði við Sylvíu svíadrottningu, Mette Marit krónprinsessu í Noregi og Jónatan Mosfeldt fyrrv. landstjóra á Grænlandi. Við gáfum Frederik gráan gæðing, íslenskan að sjálfsögðu, fjögurra vetra. Ágústa kom með hann að heiman og er búin að fara á hestinum í danska lögguskólann á hverjum degi og hefur mikið verið dáðst að honum. Hún kom líka með skyrdollur fyrir litla Christian og kjáP5260064lkabein fyrir litlu systur hans að naga. ÞeP5260062tta var mjög mikil upplifun P5260065og gaman.

 

 

 

 

 

Afmælið var nú ekkert lengi, þau eru náttúrulega með smábörn og svona. Svo við frændsystkinin héldum bara út í nóttina og fórum á næsta bar ( með blessað barnið (Finnboga)).Það var svona ljómandi huggulegt hjá okkur bara, rólegt og fínt. Svo komu löggufélagarnir hennar Ágústu en við höfðum nú engin samskipti við þá. Það var ekki fyrr en tveir kennarar úr lögregluskólanum komu inn að ég fann þörf hjá mér til að spjalla. Maður notfærir sér að sjálfsögðu dönskukunnáttuna þegar maður kemst nálægt íslendingum á svona stað svo ég þóttist vera dönsk og spurði hvort ég mætti setjast aðeins hjá þeim- ég fyndi ekki manninn minn. Jú það mátti ég og ég fór svo að spjalla. Gaman að svona, þeir tala á íslensku um mig og hvort þeir eigi að segja mér að þeir séu löggur. Þeim þótti best að láta það kyrrt liggja og sögðust vera ökukennarar. Þegar þeir voru farnir að kenna mér að segja löng orð á íslensku gat ég ekki setið lengur á mér. Þeir hlógu nú bara að vitleysunni í mér og fórum við svo að tala um Sigga Gumma og Jón Bjarna og aðrar löggur sem ég þekki. Aumingja Ágústa var alveg miður sín. En þetta er nú bara til gamans. Svo fórum við að kenna Ólínu hvernig eigi að vera þokkafull á myndum, en það er að vera með stór augu, smá stút á munninum og loft á milli varanna (mikið atriði). Það tókst bara vel og er Ólína nú tilbúin í hvað sem er. Það var reyndar dáldið erfitt að hafa hemil á Finnboga og danska bjórnum en allt fór vel að lokum.

 P5260073P5260079P5260068

 

 

 

 

 

 P5260081P5260078P5260078

 

P.s. þetta er náttúrulega skrifað fyrir löngu. Og myndirnar e-ð skrýtnar. Get bara ekki eytt þessari hérna við hliðina, enda myndefnið æsandi.


Jakob til Hollands og Ágústa til Danmerkur (aftur)

Þann 25. maí fór Jakob minn til Hollands í fótboltaferðalag. Mikil spenna hefur verið hjá honum enda ekki nema von og hefur hann ekki talað um annað. Við vorum á fullu daginn áður að pakka niður, kaupa vindsæng, sólaráburð og hárgel svo eitthvað sé nefnt. Hann tók svo allt saman sjálfur, sat svo með lista og las upp fyrir mig og ég setti í töskuna það sem hann las upp. Í þeirri röð sem hann las upp og ekki öðruvísi. Allt á hreinu. Við mæðginin fórum svo á fætur kl. 04:30 (mjög ókristilegt) því rútan fór af stað kl 6. Hann var hress og kátur og varð af hafa sig allan við að syngja ekki því það var jú mjög snemma morguns og aðrir sváfu. Svo hittust allir þar sem rútan átti að fara og var mjög gaman að fylgjast með þessum guttum. Með koddaför í andlitinu en hárið í réttum skorðum og eftirvænting í augum. Mömmurnar að reyna að strjúka þá og knúsa og þeir að færast undan þeim, það er náttúrulega ekki flott að fá knús frá mömmu fyrir framan alla. Ég dauðöfundaði þá að vera bara 13 ára og vera að fara í svona ferðalag. Ég var 12 ára þegar ég fór til Hollands með sundliðinu í Bolungarvík og rifja ég enn upp góðar minningar þaðan. Að sjá gleðina og spennuna skína af þeim þegar rútan ók af stað og allir vinkuðu var alveg yndislegt. En það var ekki laust við að móðurhjartað slægji örar og dálítill kökkur kæmi í hálsinn. InLoveKannski eitt tár. Litli Jakobidí (eins og hann sagði sjálfur nafnið sitt )En við höfum getað fylgst með guttunum á netið þar sem einn þjálfarinn bloggar um ferðina, og séð myndir af þeim skemmta sér hið besta.

Ágústa mín kom svo til okkar seinnipart sama dags en hún er í lögguferð. Þau eru að reyna læra eitthvað af pólitíinu hér. Bara að þau læri ekki að nota byssur af þeim því danska lögreglan er skotglaðasta lögregla í Evrópu. Óli minn sótti hana þangað sem hinar löggurnar skildu hana bara eftir. Þar sem Óli liggur undir ámælum kvenpeningsins í fjölskyldunni fyrir hraðakstur segir Ágústa við hann þegar þau koma út á hraðbrautina að það sé vænlegast fyrir hann að aka á löglegum hraða þar sem hann sé með yfirvaldið í bílnum. Hún var varla búin að sleppa orðinu þegar ég hringdi í hann og sagði : Þú keyrir á löglegum hraða með lögreglukonuna í bílnum. Honum þykir ómaklega að sér vegið.Halo

Berglind og Andrea komu svo hingað um kvöldið og borðuðu með okkur og þegar þær voru farnar kveikti Óli minn í ýmsum gömlum húsgögnum í garðinum  (ein hilla og kojur)og við færðum okkur þangað út. Hann kom svo út með rjúkandi kókó með rommi - afskaplega hyggeligt. Ég er svo vel gift. Heart.Við sátum úti til klukkan hálf þrjú og Helgi hélt uppi fjörinu með gátulestri. T.d hver er munurinn á stúdenti og tvíböku og hver er munurinn á fullum manni og fullri flösku. Þetta var á sama tíma og Ísland snjóaði í kaf. Þegar við áttuðum okkur á hvað klukkan væri orðin margt krossuðum við okkur í bak og fyrir því við þurftum að fara á fætur í fyrra fallinu til að Ágústa gæti farið að versla eitthvað smá. Wink

P5260052P5260049P5260050


Heimsókn til H. C. Andersen...

P5180025Jæja nú skilst mér að síðasti póstur sé kominn á leiðarenda svo mér er óhætt að halda áfram. Ég fer heila viku aftur í tímann þar sem við Ólafur minn og drengirnir brugðum undir okkur betri dekkjunum og ókum til Odense. Elísabetu var boðið að koma með vinkonu sinni, Lærke (lævirki á ísl.)og pabba hennar til Jótlands og fara í Kattegat center sem er sædýrasafn.Hún fór snemma morguns og ætlaði svo að gista hjá þeim. Þá var um að gera að leyfa Jakobi og Helga að njóta systurleysisins og fara eitthvað með þeim. Veðrið var frábært og því um að gera. Við fórum eins og áður sagði til Odense sem er mjög huggulegur bær, allavega gamli hlutinn. Maður fer auðvitað ekki þangað nema að heimsækja Hans Christian gamla, en hann var ekki heima svo við fórum í staðinn á nýja safnið hans. Ætlunin var að skoða heimili hans sem er frábær upplifun en það var lokað. Það var nú samt mjög gaman enda margt að sjá. Verst að geta ekki hlustað á hann í eigin persónu segja góða sögu. Við röltum svo niður í bæ og skoðuðum berrassaðar styttur bæjarins og fengum okkur svo að borða. Þegar heim var komið ákváðum við að leigja nýjustu James Bond myndina af því að nú var Elísabet ekki heima svo viðgátum loksins leigt eittlhvað fyrir karlpeninginn á heimilinu. (Þeir voru reyndar búnir að sjá hana) Við komum okkur haganlega fyrir með nammi og gos og strákanir lukkulegir með friðinn. Þá hringir síminn ; "Maahhmmmaa, vihiltu sæhkjha mihhg " Þá var það litla fröken Elísabet sem saknaði allt í einu mömmu og pabba. Þið getið ímyndað ykkur svipinn á bræðrunum Ólafsson. Friðurinn úti. Bless James Bond. Daman var sótt, Óli fór upp með hana og sofnaði þar, við hin biðum eftir honum og Jakob varð svo þreyttur að hann fór í rúmið, Helgi sofnaði á sófanum og ég borðaði allt nammið. Myndin var kannski ekki alveg fyrir minn smekk en Daniel Craig var hins ekkert voða ljótur. Sérstaklega ekki í strandatriðinu. Svona getur þetta verið....P5180034P5180027P5180024

Halakörtuveiði !

 

Jæja komin tími til að skrifa í dagbókina mína. Á þriðjudaginn átti ég frí kl. 12 því að þá opna ég í vöggustofunni kl hálf sjö. Veðrið var yndislegt, glampandi sól og gaman að vera til. Ég ákvað að vera eins og ekta dani og fara út í náttúruna með börnin. Ég sótti Elísabetu og vinkonu hennar, Sofie, og svo kom Helgi með. Jakob var upptekinn í öðru enda kannski ekkert spennandi að fara með mömmu sinni með nesti eitthvað þegar maður er þrettán. Við  fengum lánaða háfa og plastglös með stækkunargleri og fórum niður að tjörn til að veiða halakörtur ( verðandi froskar ). Þær eru dæmigerðir sumarboðar hér, bara eins og lóan heima, þær er svartar með hala, svona dálítið eins og stórar sæðisfrumur og synda um í hópum. Við höfum alltaf farið á hverju ári með börnin í vöggustofunni og förum þá heim með haletudserne ( eins og þær heita uppá dönsku ) setjum þær í fiskabúr og fóðrum þangað til að halarnir detta af og maður getur fylgst með þegar það fara koma lappir og þær breytast í pínulitla froska. Þá verður maður að fara með þá aftur á sama stað því þeir eru friðaðir. En þetta var mjög gaman og krakkarnir gleymdu sér algjörlega við veiðina og hefðu getað verið að allan daginn. Spennan var gífurleg að ná eins mörgum halakörtum og hægt var. Svo helltu þau þeim í glærar plastfötur með vatni, settu svo eina og eina í glasið með stækkunarglerið svo hægt væri að skoða almennilega. En svona prívat má maður ekki taka þær með heim svo við helltum þeim alltaf út í aftur. Fleiri börn dreif að og allir fengu að prófa. Ein stelpan veiddi meira að segja síli og braust út mikill fögnuður og sílið fékk nafn og allt. Man ekki lengur nafnið því miður. Svo borðuðum við nesti og krakkarnir klifruðu í trjám. Frábær dagur og allir glaðir og þreyttir.                                                            

PIC_0042PIC_0027PIC_0031PIC_0039PIC_0037PIC_0047 PIC_0051PIC_0044


Úr einu í annað...

Blogg blogg, þetta er ég ! Verð að vera eins og hinir, svo ég skellti mér í að blogga. Gott hjá mér finnst mér.

Í gær var mæðradagurinn og ég naut góðs af honum eins og vonandi flestar mömmur. Við eigum það skilið. Börnin vöktu mig með morgunmat, gulum rósum og súkkulaði. Yndislegt. Ég elska að fá morgunmat í rúmið. Svo lágu ungarnir allir upp í hjá mér í hátt í klukkutíma, og enduðu með að borða matinn minn - má ég fá einn bita- líka ég. Ég fékk að drekka allt kaffið. En það var svo huggulegt hjá okkur, við rifjuðum upp gamlar sögur af þeim og hlógum mikið.  Voða gaman.

Eftir hádegið dreif Óli okkur öll á hönnunarsýningu þar sem bæði voru fullt af flottum húsgögnum og svo voru ungir hönnuðir frá ýmsum löndum sem sýndu allskonar stóla sem voru allavegana í lagi og margt all sérstakt. Meira að segja vistvæn líkkista sem er hægt að stafla svona skemmtilega ofan í jörðinni. Voða létt og látlaus og miklu ódýrari. Maður mátti prófa að leggjast í hana en ég lét það eiga sig. Ætli manni verði ekki nokk sama þegar þar að kemur. Svo er það kannski ekkert aðlaðandi að prófa líkkistur. En ég komst fljótlega að því að ef maður sýndi þessum nýstárlegu húsgögnum áhuga að þá komu hönnuðurnir til manns og sýndu manni og útskýrðu allan ferlilinn. Svo vill maður náttúrulega sýna lit og hlusta og spyrja og koma með ýmis komment. Agalega fínt hjá þér, vá hvað það er léttíissu , skemmtilegt efnisval og þess háttar. Eins og ég hafi eitthvað vit á þessu.  Svo var einn hönnuður frá Serbíu sem var voða mikið að sýna mér stólinn sinn og eitthvað annað sem ég komst aldrei að hvað var. Hann talaði nefnilega ekki sérstaklega góða ensku svo ég átti erfitt með að skilja hann. Hann talaði og talaði og ég reyndi á fullu að finna eitthvað til að segja eða spyrja um. Svo ég endaði bara á að segja So your from Serbia- congratulations with Eurovision yesterday ! Húrra fyrir mér. Töff kona.

Talandi um júróvision. Þau komu hingað í partý Bergjúlla, Andrea og Ólína. Elduðum saman , voða næs. Nú er Ólína orðin svo vön allskonar skrýtnum mat að nú segir hún bara : Á ég að gera guacamole ? Hvar ertu með avokadó ? Fyrst þegar hún var beðin um þetta sagði hún " já já ég get það alveg. Hvað er guacamole ? En avokadó ? Við  Berglind vorum í miklu stuði fyrir keppnina, vorum í júrovision lagakasti, með sitt hvorn míkrófóninn og dönsuðum og sungum hátt. Það sem mér fannst skrítið var að þau hin sátu bara og spjölluðu um tíðina og voru ekkert í laga kasti. Hvernig er hægt að fara ekki í stuð yfir " Halleluja- laúla" , " Diggi ló diggi lei "  og "Sjame sjame la ví ". Mér er spurn.  Eða sjálfum Gleðibankanum ! Þetta eru klassíkerar ! Talandi um gleði, svona var þetta hérna í eina tíð. Vinningslögin voru gleðigjafar sem urðu síðar að klassíkerum. Það er af sem áður var. Ég sé ekki að framlag Serbíu verði nokkurn tíma eitthvað sem maður fer í kast yfir.

Annars voru Óli og Júlli lítið með til að byrja með, þeir hurfu bara. Þeir fundust uppí rúmi eftir mikla leit. Við vorum nefnilega að fá okkur nýtt rúm, svona með rafmagni. Svo þar lágu þeir með fjarstýringar og vvvvvv ( hljóðið í rúminu ) lappirnar upp vvvvvv lappirnar niður. Júlli gerði heilmargar magaæfingar- upp og niður upp og niður. Dáldið makindalegar magaæfingar það. En rúmið er frábært. Meira segja ljós undir því svo ég fari ekki í krummafót í inniskóna þegar það er myrkur. Rosa munur, þetta er víst dáldið algengt vandamál hef ég heyrt.

Að lokum aftur að mæðradeginum. Elísabet mín hafði áhyggjur af því hvað ég gæti gert í tilefni dagsins því ég hefði ekki mömmu mína. Hún stakk upp á að taka eina rós úr vendinum mínum og setja hjá myndinni af ömmu. Svo sagði hún að það skipti ekki svo miklu máli því hún væri alltaf hér inni ( benti á höfuðið á mér ) og hér inni og benti á hjartað í mér. Hún hefur rétt fyrir sér. Svo þegar hún var að fara sofa í gær sagði hún " Jeg ville önske at jeg kunne kysse mormor godnat. Jeg savner hende." Svo kyssti hún mynd af mömmu í staðinn. Yndisleg.

Jæja, best ég héðan pakka. Heyrumst, kveðja frá Eggebakken 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband