7.6.2007 | 06:30
Æ, æ snjóaði á ykkur um daginn....
Komiði sæl. Þættinum hefur borist bréf. Ég get ekki setið á mér að tala um veðrið hérna. Í dag fór hitinn upp í 27 stig og spáir jafnvel meiri hita á morgun. Það sem "bjargaði" manni í dag var að sólin skein ekki mikið, að mestu leyti skýjað, annars hefði maður lítið getað gert annað en að dæsa. En við erum búin að pakka sængum niður og sofum bara í kuski og með sængurver því annað er ekki hægt. Núna er klukkan rúmlega 23 og ég er alveg eins og Halldór Ásgrímsson, þ.e.a.s bólgin á höndum og fótum af bjúg, en þannig verð ég í hita. Já, það eru líklega ekki allir sem hafa heyrt söguna af því og læt ég hana flakka. Fyrst skal taka fram að fyrir mörgum árum heyrði ég viðtal við Halldór þar sem hann sagði frá því að hann fengi alltaf svo mikinn bjúg á ferðalögum og þessar upplýsingar ruku beint inn á langtímaminnið hjá mér. Svo var það hérna í september að við Óli minn brugðum okkur í kærustuferð til Hamborgar. Við fórum út að borða og fengum góðan mat og enn betra vín. Ég var nýbúin að kaupa mér æðisleg leðurstígvél og í staðin fyrir að nota höfuðið og fara út í sandölum í hitanum notaði ég "hjartað" og fór í nýju stígvélunum utan yfir gallabuxur. Voða flott, en dæmt bjúgtilfelli á háu stigi. (Beauty is pain) Þegar við komum heim á hótel valt ég eins og uppblásinn gúmmíhanski inn á herbergið og upp í rúm. Stígvélin voru gjörsamlega föst á fótunum á mér og þurfti ég að fá Óla til að hjálpa mér úr þeim. Þetta hefði alveg geta orðið rómantískt þ.e.a.s við tvö á hóteli í Hamborg og Óli að draga af mér stígvéli, ef að ég hefði ekki sagt :" Ohh, mér líður eins og ég sé Halldór Ásgrímsson". Óli hrapaði harkalega niður úr rómantíkinni, horfði á mig og sagði " ÞETTA VAR SEXÝ!" Svo burstaði hann tennurnar og fór að sofa. Nú orðið veit hann bara að við ákveðið hitastig og eftir mat og vín er ég Halldór.
En veðrið er sumsé frábært og var það líka daginn Ágústa mín fór héðan. Óli skellti í skúffuköku og haldiði að Júlli hafi ekki bara hent í eina líka og komu þau með hingað. Kvöldið áður borðuðum við saman stórfjölskyldan, lékum gestaþraut með kústskaft og spiluðum Pictionary, stelpur á móti strákum. Að sjálfsögðu unnu stúlkurnar hvort tveggja. Allt mjög gaman. Læt nokkrar myndir fylgja með. Svo er best að koma sér í vota bólið.
Athugasemdir
Ég var líka eins og Halldór þegar ég kom heim frá Danmörku en það var fljótt að fara í svalanum hérna heima!!!
Ágústa (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:38
það er ekkert búið að snjóa hérna í RVK, búið að vera 15 til 17 stiga hiti hérna reyndar smá rigning með, en hvað er það á milli vina. en spáir alveg ljómandi hérna á næstunni, enda er líka bara miklu skemmtilegra að vera hérna á Íslandi, alveg til bjór hérna líka, þarf reynda að safna mér í viku til að kaupa mér eina kippu. allavegana hlökkum til að fá ykkur til Íslands. Kveðja frá rauðalæk 9 og Íris Júlía sendir slef kossa.
Árelía (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 11:39
hummmmm... auðvitað unnu stelpurnar hvað meinarðu með því að skrifa það niður. Var einhver í vafa um það, engin spurning þar, það var kannski spurning með tæknilega eða teiknilega örðuleika eins og með flugvél og byssu í þrívídd hjá sumum og stop the cross or I will dry you hjá sumum hehehe og sumir sem sátu fastir í dyragætini flæktur í kústskaft. En Halldór minn endilega haltu áfram að blogga svona.
Ólína Adda (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 09:47
Glæsilegur "lúftgítar" hjá Óla! ...svona Jethro Tull stæll á þessu
Ísar Logi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:06
Já það eru nú bara snillingar sem geta teiknað flugvél í krosslíki og byssu í hárblástaralíki En það sem skiptir máli er að við höfðum gaman af þessu öllu saman :)
kv Berglind teiknari með meiru
Berglind 'Osk (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.