Í dag er krónprinsinn okkar dana fertugur og að sjálfsögðu bauð hann okkur. Við vorum mjög spenntar því það er nú ekki svo oft sem við hittum hann, enda upptekinn maður. Hef bara ekki hitt hann síðan í afmælinu hans Ólafs frænda okkar Elíassonar. Við dressuðum okkur upp í okkar fínasta H&M púss og settum á okkur glimmer og gloss. Finnbogi Dagur kom kvöldið áður til Ólínu svo hann var með í för. Hann var reyndar bara með glimmer. Veislan var haldin á ítölsku veitingahúsi við Ráðhústorgið þar sem boðið var upp á pitsur, lasagne og pasta. Við fengum að sitja saman að okkar ósk og sátum á næsta borði við Sylvíu svíadrottningu, Mette Marit krónprinsessu í Noregi og Jónatan Mosfeldt fyrrv. landstjóra á Grænlandi. Við gáfum Frederik gráan gæðing, íslenskan að sjálfsögðu, fjögurra vetra. Ágústa kom með hann að heiman og er búin að fara á hestinum í danska lögguskólann á hverjum degi og hefur mikið verið dáðst að honum. Hún kom líka með skyrdollur fyrir litla Christian og kjálkabein fyrir litlu systur hans að naga. Þetta var mjög mikil upplifun og gaman.
Afmælið var nú ekkert lengi, þau eru náttúrulega með smábörn og svona. Svo við frændsystkinin héldum bara út í nóttina og fórum á næsta bar ( með blessað barnið (Finnboga)).Það var svona ljómandi huggulegt hjá okkur bara, rólegt og fínt. Svo komu löggufélagarnir hennar Ágústu en við höfðum nú engin samskipti við þá. Það var ekki fyrr en tveir kennarar úr lögregluskólanum komu inn að ég fann þörf hjá mér til að spjalla. Maður notfærir sér að sjálfsögðu dönskukunnáttuna þegar maður kemst nálægt íslendingum á svona stað svo ég þóttist vera dönsk og spurði hvort ég mætti setjast aðeins hjá þeim- ég fyndi ekki manninn minn. Jú það mátti ég og ég fór svo að spjalla. Gaman að svona, þeir tala á íslensku um mig og hvort þeir eigi að segja mér að þeir séu löggur. Þeim þótti best að láta það kyrrt liggja og sögðust vera ökukennarar. Þegar þeir voru farnir að kenna mér að segja löng orð á íslensku gat ég ekki setið lengur á mér. Þeir hlógu nú bara að vitleysunni í mér og fórum við svo að tala um Sigga Gumma og Jón Bjarna og aðrar löggur sem ég þekki. Aumingja Ágústa var alveg miður sín. En þetta er nú bara til gamans. Svo fórum við að kenna Ólínu hvernig eigi að vera þokkafull á myndum, en það er að vera með stór augu, smá stút á munninum og loft á milli varanna (mikið atriði). Það tókst bara vel og er Ólína nú tilbúin í hvað sem er. Það var reyndar dáldið erfitt að hafa hemil á Finnboga og danska bjórnum en allt fór vel að lokum.
P.s. þetta er náttúrulega skrifað fyrir löngu. Og myndirnar e-ð skrýtnar. Get bara ekki eytt þessari hérna við hliðina, enda myndefnið æsandi.
Athugasemdir
Ókei, einhverjir tæknilegir örðugleikar hér. Ég get svarið að þetta leit ekki svona út þegar ég sendi þetta, hefur eitthvað breyst svona leiðinlega. Og...mikilvægt: Myndin af Finnboga var bara tekin og sett hér inn fyrir Höllu. Hann fékk EKKI bjór. Kveðja ykkar Íris
Íris Ósk Oddbjörnsdóttir, 6.6.2007 kl. 20:57
JESÚS, ég er að hugsa um að stofna systrasamtök Vá-Vest, þarna í Danaveldi, ekki veitir af. Það er annað mál með slæma hegðun einstakra kvenna á öldurhúsum. Við ræðum það bara seinna.......
Kv. Helga Dóra, í góðu sumarverðri, en get samt sofið með sæng.
Helga Dóra (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:29
KKKKLLLLLLIIIIIIKKKKKUUUUÐ!!!!!!!!!!!!!
Árelía (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 11:33
Hummm, er hélt að barnið mitt væri í öruggum höndum hjá ykkur þarna. Það er spurning að fara að kalla ykkur fyrir kónginn..
hsk
Halla Signý (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.