Jakob til Hollands og Ágústa til Danmerkur (aftur)

Þann 25. maí fór Jakob minn til Hollands í fótboltaferðalag. Mikil spenna hefur verið hjá honum enda ekki nema von og hefur hann ekki talað um annað. Við vorum á fullu daginn áður að pakka niður, kaupa vindsæng, sólaráburð og hárgel svo eitthvað sé nefnt. Hann tók svo allt saman sjálfur, sat svo með lista og las upp fyrir mig og ég setti í töskuna það sem hann las upp. Í þeirri röð sem hann las upp og ekki öðruvísi. Allt á hreinu. Við mæðginin fórum svo á fætur kl. 04:30 (mjög ókristilegt) því rútan fór af stað kl 6. Hann var hress og kátur og varð af hafa sig allan við að syngja ekki því það var jú mjög snemma morguns og aðrir sváfu. Svo hittust allir þar sem rútan átti að fara og var mjög gaman að fylgjast með þessum guttum. Með koddaför í andlitinu en hárið í réttum skorðum og eftirvænting í augum. Mömmurnar að reyna að strjúka þá og knúsa og þeir að færast undan þeim, það er náttúrulega ekki flott að fá knús frá mömmu fyrir framan alla. Ég dauðöfundaði þá að vera bara 13 ára og vera að fara í svona ferðalag. Ég var 12 ára þegar ég fór til Hollands með sundliðinu í Bolungarvík og rifja ég enn upp góðar minningar þaðan. Að sjá gleðina og spennuna skína af þeim þegar rútan ók af stað og allir vinkuðu var alveg yndislegt. En það var ekki laust við að móðurhjartað slægji örar og dálítill kökkur kæmi í hálsinn. InLoveKannski eitt tár. Litli Jakobidí (eins og hann sagði sjálfur nafnið sitt )En við höfum getað fylgst með guttunum á netið þar sem einn þjálfarinn bloggar um ferðina, og séð myndir af þeim skemmta sér hið besta.

Ágústa mín kom svo til okkar seinnipart sama dags en hún er í lögguferð. Þau eru að reyna læra eitthvað af pólitíinu hér. Bara að þau læri ekki að nota byssur af þeim því danska lögreglan er skotglaðasta lögregla í Evrópu. Óli minn sótti hana þangað sem hinar löggurnar skildu hana bara eftir. Þar sem Óli liggur undir ámælum kvenpeningsins í fjölskyldunni fyrir hraðakstur segir Ágústa við hann þegar þau koma út á hraðbrautina að það sé vænlegast fyrir hann að aka á löglegum hraða þar sem hann sé með yfirvaldið í bílnum. Hún var varla búin að sleppa orðinu þegar ég hringdi í hann og sagði : Þú keyrir á löglegum hraða með lögreglukonuna í bílnum. Honum þykir ómaklega að sér vegið.Halo

Berglind og Andrea komu svo hingað um kvöldið og borðuðu með okkur og þegar þær voru farnar kveikti Óli minn í ýmsum gömlum húsgögnum í garðinum  (ein hilla og kojur)og við færðum okkur þangað út. Hann kom svo út með rjúkandi kókó með rommi - afskaplega hyggeligt. Ég er svo vel gift. Heart.Við sátum úti til klukkan hálf þrjú og Helgi hélt uppi fjörinu með gátulestri. T.d hver er munurinn á stúdenti og tvíböku og hver er munurinn á fullum manni og fullri flösku. Þetta var á sama tíma og Ísland snjóaði í kaf. Þegar við áttuðum okkur á hvað klukkan væri orðin margt krossuðum við okkur í bak og fyrir því við þurftum að fara á fætur í fyrra fallinu til að Ágústa gæti farið að versla eitthvað smá. Wink

P5260052P5260049P5260050


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

hér er að bresta á sumar, 11 stiga hiti í dag og snjólétt

Við vorum hjónin í Bússstaðnum um helinga frekar róglegt þar sem Finnbogi var ekki og Anna var í heimsókn hjá vinkonu sinni, og siggi að löggast. Kristján Óskar útskrifaðist sem stúdent á laugardaginn,,,aaaaaaaagalega gaman.

Við systurnar fórum í messu eins og vera ber sungum eins og herforingar við fermingu á Flateyri.

svoleiðis var nú það..

Halla Signý Kristjánsdóttir, 28.5.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

Nohh Íris bara farin að blogga! hlakka sko til að fylgjast með fólkinu á Eggebakken Kveðja úr óóógeðslegu veðri, rok og rigningu...

Helen 

Helen Garðarsdóttir, 4.6.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband