Yfirvöldin ( börnin )illa dönsk á annarri hverri þúfu....

Blessuð börnin okkar eru eins og yfirvöldin í þessum texta, blanda saman íslensku og dönsku og af því að málin eru í rauninni svo lík verður það oft svo fyndið. Við hlægjum ekki að þeim eða leiðréttum þau mikið því þá missa þau sjálfstaustið við að tala íslensku og sleppa því sem þau langar til að  segja. En áðan gat ég ekki gert að því að  hlægja að Jakobi og er sagan birt með góðfúslegu leyfi hans þar sem hann sá spaugilegu hliðina sjálfur.

Ég sit hér við tölvuna og Jakob ætlar aðeins að skjótast til vinar síns. Það er nú aldrei nein lognmolla í kring um hann blessaðan, svo ég kippti mér ekkert upp við að heyra þennan svaka skell í hurðinni og óhljóð á eftir. Svo kemur hann heim og segir mér hvað hafi gerst. Þegar hann var að loka hurðinni rak hann annan fótinn í þröskuldinn og datt fram fyrir sig og einhvern vegin lenti svo með bakið á póstkassanum, sem er dálítið skrýtið því póstkassinn er fyrir aftan . En Jakobi tekst ýmislegt sem öðrum tekst ekki. Hvað um það hér kemur sagan eins og hann sagði hana : Mamma heyrðirðu þegar ég var að fara út ? Ég rak einn fótinn í og datt svona forover og datt svo beint inn í póstkassann. Ógeðslega vont- er ég ekki alveg með merki á bakinu ? Ég á alveg erfitt með að stræk ryggen og svona...  Ég gat ekki að því gert að skellihlægja að til hugsununinni um Jakob inni í póstkassanum. Jæja best að fara ná honum út.....


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

yndislegur

Kolbrún (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband