Halakörtuveiði !

 

Jæja komin tími til að skrifa í dagbókina mína. Á þriðjudaginn átti ég frí kl. 12 því að þá opna ég í vöggustofunni kl hálf sjö. Veðrið var yndislegt, glampandi sól og gaman að vera til. Ég ákvað að vera eins og ekta dani og fara út í náttúruna með börnin. Ég sótti Elísabetu og vinkonu hennar, Sofie, og svo kom Helgi með. Jakob var upptekinn í öðru enda kannski ekkert spennandi að fara með mömmu sinni með nesti eitthvað þegar maður er þrettán. Við  fengum lánaða háfa og plastglös með stækkunargleri og fórum niður að tjörn til að veiða halakörtur ( verðandi froskar ). Þær eru dæmigerðir sumarboðar hér, bara eins og lóan heima, þær er svartar með hala, svona dálítið eins og stórar sæðisfrumur og synda um í hópum. Við höfum alltaf farið á hverju ári með börnin í vöggustofunni og förum þá heim með haletudserne ( eins og þær heita uppá dönsku ) setjum þær í fiskabúr og fóðrum þangað til að halarnir detta af og maður getur fylgst með þegar það fara koma lappir og þær breytast í pínulitla froska. Þá verður maður að fara með þá aftur á sama stað því þeir eru friðaðir. En þetta var mjög gaman og krakkarnir gleymdu sér algjörlega við veiðina og hefðu getað verið að allan daginn. Spennan var gífurleg að ná eins mörgum halakörtum og hægt var. Svo helltu þau þeim í glærar plastfötur með vatni, settu svo eina og eina í glasið með stækkunarglerið svo hægt væri að skoða almennilega. En svona prívat má maður ekki taka þær með heim svo við helltum þeim alltaf út í aftur. Fleiri börn dreif að og allir fengu að prófa. Ein stelpan veiddi meira að segja síli og braust út mikill fögnuður og sílið fékk nafn og allt. Man ekki lengur nafnið því miður. Svo borðuðum við nesti og krakkarnir klifruðu í trjám. Frábær dagur og allir glaðir og þreyttir.                                                            

PIC_0042PIC_0027PIC_0031PIC_0039PIC_0037PIC_0047 PIC_0051PIC_0044


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis, setur inn myndir eins og alvöru bloggari!!! Frábært hjá þér.

Ég vissi nú ekkert um þessar halakörtur, sniðugt.  Ég ætti að drífa mig að fara með Andreu og kíkja á þetta :)

Kveðja frá Herlev

Berglind 'Osk (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 12:28

2 identicon

Ég verð enn og aftur að vera sammála Berglindi, þú stendur þig eins og hetja í Blogginu, ég átti ekki von á að sjá myndir alveg strax á þessari síðu. Flott hjá þér!

Kveðja

Kolbrún 

Kolbrún (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 16:32

3 identicon

...Íris þú gerir þér grein fyrir að þessi póstur berst fyrr til okkar en hinn handskrifaði.....þannig að þér er alveg óhætt að skrifa aftur inn á síðuna...

Kolbrún (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 15:14

4 identicon

Jæja  nú er komið að mér að vera sammála Kolrúnu :) Nú bíða allir spenntir eftir næstu fréttum.

Annars á Frederik prins afmæli í dag, hann er fertugur.  Þú ert líklega búin að vera að undirbúa veisluna.  Segðu okkur frá hvernig var :)

Kveðja Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband