Úr einu í annað...

Blogg blogg, þetta er ég ! Verð að vera eins og hinir, svo ég skellti mér í að blogga. Gott hjá mér finnst mér.

Í gær var mæðradagurinn og ég naut góðs af honum eins og vonandi flestar mömmur. Við eigum það skilið. Börnin vöktu mig með morgunmat, gulum rósum og súkkulaði. Yndislegt. Ég elska að fá morgunmat í rúmið. Svo lágu ungarnir allir upp í hjá mér í hátt í klukkutíma, og enduðu með að borða matinn minn - má ég fá einn bita- líka ég. Ég fékk að drekka allt kaffið. En það var svo huggulegt hjá okkur, við rifjuðum upp gamlar sögur af þeim og hlógum mikið.  Voða gaman.

Eftir hádegið dreif Óli okkur öll á hönnunarsýningu þar sem bæði voru fullt af flottum húsgögnum og svo voru ungir hönnuðir frá ýmsum löndum sem sýndu allskonar stóla sem voru allavegana í lagi og margt all sérstakt. Meira að segja vistvæn líkkista sem er hægt að stafla svona skemmtilega ofan í jörðinni. Voða létt og látlaus og miklu ódýrari. Maður mátti prófa að leggjast í hana en ég lét það eiga sig. Ætli manni verði ekki nokk sama þegar þar að kemur. Svo er það kannski ekkert aðlaðandi að prófa líkkistur. En ég komst fljótlega að því að ef maður sýndi þessum nýstárlegu húsgögnum áhuga að þá komu hönnuðurnir til manns og sýndu manni og útskýrðu allan ferlilinn. Svo vill maður náttúrulega sýna lit og hlusta og spyrja og koma með ýmis komment. Agalega fínt hjá þér, vá hvað það er léttíissu , skemmtilegt efnisval og þess háttar. Eins og ég hafi eitthvað vit á þessu.  Svo var einn hönnuður frá Serbíu sem var voða mikið að sýna mér stólinn sinn og eitthvað annað sem ég komst aldrei að hvað var. Hann talaði nefnilega ekki sérstaklega góða ensku svo ég átti erfitt með að skilja hann. Hann talaði og talaði og ég reyndi á fullu að finna eitthvað til að segja eða spyrja um. Svo ég endaði bara á að segja So your from Serbia- congratulations with Eurovision yesterday ! Húrra fyrir mér. Töff kona.

Talandi um júróvision. Þau komu hingað í partý Bergjúlla, Andrea og Ólína. Elduðum saman , voða næs. Nú er Ólína orðin svo vön allskonar skrýtnum mat að nú segir hún bara : Á ég að gera guacamole ? Hvar ertu með avokadó ? Fyrst þegar hún var beðin um þetta sagði hún " já já ég get það alveg. Hvað er guacamole ? En avokadó ? Við  Berglind vorum í miklu stuði fyrir keppnina, vorum í júrovision lagakasti, með sitt hvorn míkrófóninn og dönsuðum og sungum hátt. Það sem mér fannst skrítið var að þau hin sátu bara og spjölluðu um tíðina og voru ekkert í laga kasti. Hvernig er hægt að fara ekki í stuð yfir " Halleluja- laúla" , " Diggi ló diggi lei "  og "Sjame sjame la ví ". Mér er spurn.  Eða sjálfum Gleðibankanum ! Þetta eru klassíkerar ! Talandi um gleði, svona var þetta hérna í eina tíð. Vinningslögin voru gleðigjafar sem urðu síðar að klassíkerum. Það er af sem áður var. Ég sé ekki að framlag Serbíu verði nokkurn tíma eitthvað sem maður fer í kast yfir.

Annars voru Óli og Júlli lítið með til að byrja með, þeir hurfu bara. Þeir fundust uppí rúmi eftir mikla leit. Við vorum nefnilega að fá okkur nýtt rúm, svona með rafmagni. Svo þar lágu þeir með fjarstýringar og vvvvvv ( hljóðið í rúminu ) lappirnar upp vvvvvv lappirnar niður. Júlli gerði heilmargar magaæfingar- upp og niður upp og niður. Dáldið makindalegar magaæfingar það. En rúmið er frábært. Meira segja ljós undir því svo ég fari ekki í krummafót í inniskóna þegar það er myrkur. Rosa munur, þetta er víst dáldið algengt vandamál hef ég heyrt.

Að lokum aftur að mæðradeginum. Elísabet mín hafði áhyggjur af því hvað ég gæti gert í tilefni dagsins því ég hefði ekki mömmu mína. Hún stakk upp á að taka eina rós úr vendinum mínum og setja hjá myndinni af ömmu. Svo sagði hún að það skipti ekki svo miklu máli því hún væri alltaf hér inni ( benti á höfuðið á mér ) og hér inni og benti á hjartað í mér. Hún hefur rétt fyrir sér. Svo þegar hún var að fara sofa í gær sagði hún " Jeg ville önske at jeg kunne kysse mormor godnat. Jeg savner hende." Svo kyssti hún mynd af mömmu í staðinn. Yndisleg.

Jæja, best ég héðan pakka. Heyrumst, kveðja frá Eggebakken 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrrrra fyrir þér !

Þú hefur verið fyrir fram kosin besti bloggari heims

Að kasta sér yfir söngvakeppnslögum er algjör skylda um þessar mundir. En þar sem austurevróvision er nú yfirstaðið mæli ég með upprifjun á Látúnsbarkanum þ.e. mjög hressilegt utandyra-valhopp og hrópandi fögnuður yfir sæta stráknum sem vann.

kv. SG

SIBBA ÆSKUVINKONA (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Íris Ósk Oddbjörnsdóttir

gott með þig Sibba. Það var nú skemmtilegt, kvöldið sem við urðum ástfangnar af Bjarna Ara

Íris Ósk Oddbjörnsdóttir, 14.5.2007 kl. 18:49

3 identicon

Frábært hjá þér Íris.

Skemmtilegt að lesa það sem þú skrifar og ég hlakka til að lesa meira

Kveðja frá Herluf (mömmu danska :) )

Berglind 'Osk (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:36

4 identicon

Já og gleymdi nú alveg að vera sammála þér með lagakastið.  Hvers vegna voru hin ekki eins spennt og við.  Mér er það hulin ráðgáta .  Hverjum langar ekki að skella sér í dansskóna þegar sjemú sjemú la ví er sett á fóninn!!!!!!! 

Berglind (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:43

5 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

ó mæ gad... undur og stórmerki, farin að blogga bara. ég meina Eiríkur kemst ekki áfram, það kemur engum á óvart.. en Íris búin að taka tölvuna í sína þjónustu það kemur á óvart. Nú vinnur Íslands næst í Júróvisjón.. alveg á tæru

hlakka til að lesa bloggið þitt

Halla Signý Kristjánsdóttir, 15.5.2007 kl. 08:16

6 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

sammála Höllu, ó mæ gad! Íris bloggar....er það eitthvað ofan á brauð?

Velkomin í bloggheiminn fagra systir, hlakka mikið til að lesa um daglegt líf Banestokken fjölskyldunnar sem er með eindæmum skemmtileg! Knús og kossar til unganna og jújú smelltu einum á alla hina líka.

Bloggkveðja

Harpa litla systir, en sko ekki jafn lítil og Árelía.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 15.5.2007 kl. 08:36

7 identicon

Mikið var! Innilega til hamingju með þetta frábæra framtak! Við á R55 verðum fastagestir á þessari síðu

Kolbrún (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 09:28

8 identicon

Hei ég er ekkert lítil  

en allavegana til hamingju með bloggið þitt!!! gaman að geta fylgst betur með ykkur þarna úti, síðan er það bara næsta að setja myndir inn, en við skulum byrja á einum hlut í einu.

Kv Rauðalækur 9

Árelía ég er ekkert lítil!!!!! (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 14:36

9 identicon

Eiki tryllti lýðinn en náði ekki sigri. Persónulega held ég að það sé vegna þess að hann er rauðhærður; það er náttúrulega ekki venjulegt að senda rauðhærðann mann í keppni af nokkru tagi.

Kveðja frá LA til Eggebakken!

Kristján (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 22:30

10 identicon

ég er sammál þér Kristján, þeir eru meira að segja komnir með kosningarrétt

Kobrún (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:28

11 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Kennslustund nr. 1 :

ég tók eftir því að enginn tengill virkar hjá þér. Þegar ég smelli td. á Berglindi dansdrottningu þá held ég bara áfram að vera á þinni síðu.

Næst þegar þú skráir þig inn skaltu fara í tengla og lista og breyta öllum tenglum þannig að þú setjir http:// fyrir framan allar slóðir. T.d. slóðin mín yrði http://www.harpao.blog.is 

 Knús Harpa skarpa sem er alveg að fara suður að knúsa Írisi Júlíu:)

Harpa Oddbjörnsdóttir, 16.5.2007 kl. 19:16

12 identicon

Detta úr mér allar dauðar!!!!! Þó að þetta sé sko frétt til næsta bæjar að Íris sé farin að blogga þá sagði mér enginn frá því heldur sá ég tengilinn fyrir rælni þegar ég fór inn á síðuna hennar Berglindar! En frábært:-) Við Kolbrún og Árelía fórum að sjálfsögðu í lagakast fyrir júróvision, hinsvegar fannst strákunum við vera grítnar og Jón Þór vildi bara hlusta á Pink Floyd, ó mæ god!

Sé ykkur öll í næstu viku, jeiiiiiiiiiiiij 

Ágústa (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 01:31

13 identicon

Sæl, Íris.  Til hamingju með síðuna þína.  Þessu átti ég ekki von, svo að þetta er sannarlega gaman.  En nú færðist þú þó nokkuð lengra til okkar, já og við til þín.

Ég er þessa daganna í fæðingaorlofi og með sand í augunum við það að vakta blessaðar ærnar.  Lömbin eru algjörar dúllur og gaman að snúast í kring um þau. Mætti bara að fara að hlýna í veðri.

Kveðja frá Tröð

Helga Dóra (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 15:28

14 Smámynd: Íris Ósk Oddbjörnsdóttir

Ooo Helga þú verður að þefa af þeim fyrir mig (lömbunum)! Nú væri gott fyrir ykkur að hafa mig til að hjálpa til í sauðburðinum - eða kannski ekki miðað við fyrri reynslu af því hahaha

Íris Ósk Oddbjörnsdóttir, 19.5.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband